Fengur - saga

I. tímabilið: Árin 1991-2001

Fengur tók til starfa árið 1991 og var notaður alveg til ársins 2001 þegar WorldFengur tók við hlutverki hans. Um var að ræða umfangsmikið tölvukerfi til að halda utan um heildarskýrsluhalds í hrossarækt á Íslandi fyrir Búnaðarfélag Íslands. Forritið keyrði á miðlara á innra tölvukerfi Búnaðarfélagsins og síðar Bændasamtaka Íslands. Með Feng var byggður grunnur að öflugum gagnagrunni um íslenska hrossarækt. Þegar Fengur tók til starfa voru upplýsingar um aðeins 9.000 hross en voru orðin á annað hundrað þúsund þegar Fengur var leystur af hólmi.

II. tímabilið: Árin 1995-1997

Einka-Fengur kemur út. Tölvuforrit fyrir einmenningstölvur (PC). Alþjóðleg útgáfa af forritinu var gefin út undir heitinu PC-Fengur á ensku og þýsku. Einka-Fengur var í raun sérútgáfa af Fengsforritinu sem var notað fyrir heildarskýrsluhaldskerfið. Gagnagrunnur ásamt forriti tók alls um 20 disklinga sem notendur fengu til að lesa af inn í einmenningstölvur sínar.

Veraldarfengur var opnaður á Internetinu undir lok árs 1997. Veraldurfengur var þróaður í Informix gagnagrunnskerfi fyrir Internetið sem var talinn einn af fullkomustu gagnagrunnum fyrir netið á þessum tíma. Í Veraldarfeng var hægt að nálgast allar upplýsingar úr Feng þ.m.t. kynbótamat.

III. tímabilið: Árin 1998-2000

Íslandsfengur kemur út. Margmiðlunardiskur á þremur tungumálum; íslensku, þýsku og ensku. Íslandsfengur var svar við kröfum um margmiðlun og uppfærslu á stýrikerfi yfir í Windows-útgáfu úr eldri DOS-útgáfu. Einnig fylgdu með þúsundir ljósmynda af hrossum og notendaviðmót var myndrænt og einfalt. Forrit og gögn komust fyrir á einum geisladiski. Einka-Fengur var aflagður en Fengur hélt áfram að þjóna heildarskýrsluhaldi í hrossarækt og var í notkun hjá Bændasamtökum Íslands og hjá öllum búnaðarsamböndum.

IV. tímabilið: Árið 2001 -

WorldFengur opnar á Heimsmeistaramóti íslenskra hesta í Austurríki sumarið 2001. WorldFengur leysti af hólmi allar aðrar útgáfur af Feng kerfinu þ.e. Einka-Feng, VeraldarFeng, Íslandsfeng og upprunalega Feng sjálfan sem hafði þjónað hlutverki sínu vel í yfir 10 ár. WorldFengur var jafnframt hugsaður sem útvíkkun á eldra Fengskerfi þannig að hann þjónaði einnig aðildarsamböndum Íslandshestafélaga innan alþjóðasamtakanna FEIF. WorldFengur er svar Íslendinga við beiðni eigenda íslenskra hesta erlendis um aðstoð við skráningu á ættbókarupplýsingum um hreinræktuð íslensk hross. Jafnframt er WorldFengur upprunaættbók íslenska hestsins samkvæmt reglugerð nr. 948/2002 um ræktun og uppruna íslenska hestsins með síðari breytingum er þar er m.a. kveðið á um rekstur slíkrar ættbókar fyrir öll íslensk hross í heiminum. Verkefnið WorldFengur er sameiginlegt verkefni Bændasamtaka Íslands og FEIF en tölvukerfið WorldFengur er eign Bændasamtaka Íslands en gögn eign þeirra landa sem þeim tilheyra samkvæmt nánari skilgreiningum þar um í samningnum um WorldFeng á milli áðurnefndra aðila. Í dag eru öll 18 aðildarlönd FEIF aðilar að WorldFengs samstarfinu að 2 löndum undanskyldum.

 

 

 

 

 

Gagnlegar upplýsingar

Alþjóðlegt kynbótmat

Valparanir (kynbótaspá)

Hæstu dómar eftir árum

Fjöldi hrossa

FIZO reglur 5/2005

Stutt leiðsögn

Handbók á ensku

WF FEIF reglur

Skrásetjarar WorldFengs

Tenglar

Starfslið WorldFengs hjá BÍ: Jón B Lorange, verkefnisstjóri, Þorberg Þ Þorbergsson, forritari, Hallveig Fróðadóttir, landsskrásetjari, Linda B Jóhannsdóttir, landsskrásetjari, Hrefna Hreinsdóttir, þjónustufulltrúi og Jóhanna Lúðvíksdóttir, þjónustufulltrúi.

Stjórn WorldFengs verkefnsins: Per Anderz Finn (SE), FEIF, Inge Kringeland (NO), FEIF, Guðlaugur Antonsson, BI, Jón B Lorange, BI.

Skýrsluhaldsnefnd FEIF: Inge Kringeland, formaður, Linda Bergström, Finnlandi, Krístin Halldórsdóttir, Þýskalandi, Mike Edwards, Bretlandi og Jón Baldur Lorange, Íslandi.

Eftirtalin lönd eru aðilar að WorldFengs verkefninu:

Austurríki, Belgía, Danmörk, Finnland, Frakkland, Færeyjar, Þýskaland, Bretland, Lúxemborg, Holland, Noregur, Ítalía, Svíþjóð, Sviss and Bandaríkin.

© Bændasamtök Íslands 2001-2006

Síðast uppfært: 23-Dec-2006 16:26

Þeir sem vilja koma á framfæri athugasemdum vegna gagna í WorldFeng geta sent tölvupóst til Hallveigar Fróðadóttur.

Ábendingum um hvað megi betur fara í uppbyggingu WorldFengs geta sent póst til Jóns B Lorange.