Leiðsögn
Upplýsingar um eiganda eru mjög mikilvægar í WorldFengi. Þúsundir eiganda eru nú skráðir í gagnagrunn WorldFengs. Áður en eigandi er skráður er mikilvægt að athuga hvort viðkomandi sé nú þegar skráður til þess að koma í veg fyrir að sami eigandi sé skráður oftar en einu sinni.
Þegar skráning eiganda hefst þarf því að byrja á því að framkvæma leit. Veldu Eigandi í aðal valmyndinni og veldu síðan Skrá. Veldu að lokum Leita eftir nafni.
Þú ætlar að skrá eigandann Mike Roger. Byrjaðu
á því að slá Mike inn í reitinn merktann
Nafn og veldu síðan Leita (Það er nóg að slá
bara inn fyrstu stafina í nafninu). WorldFengur mun þá
sýna skýrslu eigandans Mike Edwards í Bretlandi, en hann
er eini skráði eigandinn í WorldFeng sem ber nafnið
Mike. Það er best að slá inn sem minnst af upplýsingum
í reitinn Nafn til þess að leitin skili sem mestum árangri.
Eftir að hafa leitað að Mike í gagnagrunninum þarftu
nú að leita að Roger, þar sem Mike Roger gæti verið
skráður sem Roger Mike. Athugið að nauðsynlegt er að
vita millinafn eigandans sem á að skrá. Þegar þú
slærð inn Mike Rogers þá færðu upp tómt
skjal þar sem WorldFengur finnur engan Mike Roger á skrá.
Ef þú ert búin að fullvissa þig um að Mike
Roger sé ekki skráður nú þegar, þá
getur þú hafið skráningu og að henni lokinni valið
Skrá.
Þú ætlar að skrá eigandann Anne Barandun. Þegar þú slærð Anne inn í í reitinn merktann Nafn þá færð þú lista yfir allar þær Anne sem sem eru skráðar í WorldFeng. Ef ein þeirra er Anne Barandum, þá velur þú Skoða og breytir upplýsingum hennar ef þörf er á. Athugið að aðeins er hægt að breyta upplýsingum eiganda sem búsettir eru í sama landi og viðkomandi skrásetjarar. Ef þú finnur ekki Anne Barandun undir nafninu Anne, er nauðsynlegt að leita líka að eftirnafni hennar, þ.e. Barandum, ef hún skyldi vera skráð sem Barandun Anne.
Skýrsluhald: Tekur eigandinn þátt í skýrsluhaldi hrossaræktanda? Á Íslandi eru árlegar skýrslur sendar til allra þeirra sem taka þátt í skýrsluhaldi hrossaræktanda.
Kennitala: Það þarf ekki að fylla út þennan reit. WorldFengur gerir það sjálfkrafa. Þegar þú hefur valið Skrá þá muntu fá kennitölu sem valið hefur verið fyrir þennan eiganda. Ef þú vilt velja ákveðna kennitölu þá getur þú slegið hana inn svo lengi sem hún sé ekki í notkun.
Nafn, heimilsfang, póstnúmer, staður, hérað, landheiti: Hér á að skrá upplýsingar um eigandann.
Netfang: Ef eigandinn er með netfang, skráist það hér.
Kennitala umboðsmanns: Seinna munu eigendur eiga kost á því að skipa umboðsmann til þess að sjá um skýrsluhald hrossaræktar þeirra. Í augnablikinu er þessi möguleiki þó ekki fyrir hendi og því þarf ekki að fylla þennan reit út.
Sýnistig: Eiga upplýsingar eigandans að vera sýnilegar í WorldFeng? Ef eigandinn er skráður sem sýnilegur munu allir geta séð upplýsingar hans, þ.e.a.s. hvaða hesta hann á o.s.frv.
Landnúmer: Númer bæjar þar sem eigandinn er skráður/búsettur.
Fyrra fastnúmer, seinna fastnúmer: Eingöngu skrásetjarar á Íslandi eiga að fylla út þessa reiti, aðrir eiga að sleppa þeim.
Þegar leitað er í WorldFeng er eitt tákn sem kalla mætti töfratákn í því sambandi. Það er táknið %. Þegar leita á að öllum hestum sem voru fæddir á Íslandi árið 2000 og hafa verið örmerktir er eftirfarandi gert: Veldu valliðinn Leita undir Hross. Sláðu inn IS20001 í sviðið Fæðingarnúmer. Veldu síðan Örmerki í listaglugganum og að síðustu slærðu inn töfratáknið % í sviðið hægra megin við listagluggann. Smelltu síðan á Leita og útkoman á að vera listi yfir 519 hross (þann 13.10.2001).
Annað dæmi er ef þú vilt finna öll upprunaheiti (hrossaræktarbú) í ákveðnu landi. Þá velurðu valliðinn Grunnskrá undir Hross og síðan Leita að landnúmeri. Að síðustu slærðu inn töfratáknið % inn í sviðið Uppruni, velur landið í listaglugganum og smellir á Leita.
Samantekt: Við getum sagt að töfratáknið % þýði: Það skiptir ekki máli hvaða upplýsingar eru í viðkomandi sviði svo fremi sem það sé ekki tómt. Finndu allar færslur þar sem finnast upplýsingar í því sviði sem % er. Það er þó nauðsynlegt að nota % sparlega. Þegar % er notað er nauðsynlegt að þrengja leitarskilyrðin í öðrum sviðum annars finnur WF öll hrossin í grunninum!